Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. september 2022 09:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikið grín gert að 'varnarleik' Alexander-Arnold
Trent Alexander Arnold.
Trent Alexander Arnold.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nafn hægri bakvarðarins Trent Alexander-Arnold var mikið í umræðunni á samfélagsmiðlum í gær.

Liverpool tapaði 4-1 gegn Napoli í fyrsta leik sínum á þessu tímabili í Meistaradeildinni, en hægri bakvörðurinn átti gríðarlega erfiðan dag á skrifstofunni.

Hann hefur átt mjög erfitt tímabil til þessa og núna þykir það bara ekkert sérlega líklegt að hann verði í HM-hópi Englendinga, sérstaklega ekki ef hann heldur áfram að spila svona.

Alexander-Arnold hefur oft verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og fékk hann mikið að kenna á því á samfélagsmiðlum í gær; sérstaklega fyrir þátt sinn í öðru og þriðja markinu.

Hann 'trendaði' á Twitter í gærkvöld og þýðir það að nafn hans var eitt af því sem var mest minnst á í umræðunni á samfélagsmiðlinum í gær.

Robbie Fowler, fyrrum leikmaður Liverpool, var ósáttur með bakvörðinn eftir leik. „Hann sýnir ekki sömu þrá í varnarleiknum og þegar hann fer fram völlinn. Það er ófyrirgefanlegt," sagði Fowler.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner