Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   sun 08. september 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rabiot ætlar að vera áfram í Evrópu
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Adrien Rabiot er án samnings eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í sterku liði Juventus undanfarin ár.

Það eru ýmis félög sem hafa áhuga á Rabiot en hann er ekki enn búinn að samþykkja neitt samningstilboð.

Talið er að einu félögin sem séu reiðubúin til að mæta launakröfum Rabiot séu í Sádi-Arabíu og var miðjumaðurinn orðaður við félagaskipti til Al-Nassr á dögunum.

Fabrizio Romano greinir hins vegar frá því að Rabiot hefur engan áhuga á því að spila í Sádi-Arabíu eða neinsstaðar utan fimm bestu deilda Evrópu á þessum tímapunkti ferilsins.

Rabiot var byrjunarliðsmaður hjá Paris Saint-Germain áður en hann skipti til Juventus á frjálsri sölu sumarið 2019. Hann er 29 ára gamall og á 48 leiki að baki fyrir franska landsliðið.

Rabiot gæti verið opinn fyrir því að skipta yfir til Sádi-Arabíu ef hann nær ekki samkomulagi við neitt evrópskt félag.

Hann hefur unnið flesta titla sem eru í boði á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, þó hann eigi enn eftir að sigra Evrópukeppni með félagsliði og EM eða HM með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner