Eftir leik Íslands og Svartfjallalands var landsliðsþjálfarinn Age Hareide mættur út á völl og þegar leikmenn og starfslið tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum, þá tók þjálfarinn upp símann og byrjaði að taka upp.
Ísland vann 2-0 sigur, sigur sem var sá fyrsti hjá Íslandi í sögu Þjóðadeildarinnar. Hareide ræddi við fjölmiðlamenn á fundi eftir leikinn á föstudagskvöldið.
Ísland vann 2-0 sigur, sigur sem var sá fyrsti hjá Íslandi í sögu Þjóðadeildarinnar. Hareide ræddi við fjölmiðlamenn á fundi eftir leikinn á föstudagskvöldið.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
„Þetta er minning sem ég vil eiga. Ég vildi sýna vinum mínum hvernig þetta er á Íslandi," sagði Hareide.
Mikilvægt að gefa af sér til stuðningsmanna
„Ég var með stuðningsmönnum fyrir leikinn í dag, það hefðu mátt vera fleiri, en maður finnur að þeir elska Ísland. Það er mikilvægt að við gefum af okkur til þeirra, þeir eru burðarás fótboltans og við verðum að muna það. Það er nóg af ofurstjörnum í fótboltanum og fullt af peningum. Við verðum að gefa stuðningsmönnum, þeim sem horfa á leikina, eitthvað persónulegt. Ég er hrifinn af því að fara og tala við þá fyrir leik. Fyrir mér eru stuðningsmennirnir mjög mikilvægir. Ég átta mig á því hversu dýrmætir þeir eru. Ég vona að við getum fyllt völlinn þegar Wales og Tyrkland koma í heimsókn í október," sagði sá norski.
Var sýnilega pirraður þegar færi fór forgörðum
Í stöðunni 2-0 fékk íslenska liðið tækifæri til að komast í 3-0. Willum Þór Willumsson kom sér í færi en náði ekki að nýta það og Hareide var sýnilega ekki kátur.
„Það skipti ekki máli hvort að Willum hefði sent eða ekki, ég vildi bara sjá boltann í markinu. Ég skil vel að hann reyndi sjálfur. Í síðustu undankeppni þá hentum við í burtu úrslitum af því að við klúðruðum of mörgum færum; t.d. gegn Slóvakíu og Lúxemborg á heimavelli. Það er óþarfi, við þurfum að vera klínískari þegar við fáum færi. Willum er venjulega góður markaskorari. Þetta eru einungis viðbrögð hjá mér, ekkert meira þar á bakvið, það mikilvægasta var að vinna leikinn."
„Gott að það sé einhver þróun"
Í lok fundar var hann spurður út í tíðindi vikunnar. KSÍ náði samkomulagi við ríki og borg um að framkvæmdir færu af stað á Laugardalsvelli eftir landsleikina í október. Margir urðu fyrir vonbrigðum að í þetta skiptið verður einungis farið í að skipta um undirlag á vellinum, en síðustu ár hefur vonin verið sú að nýr leikvangur myndi rísa í Laugardalnum.
„Það þarf að byrja á því að fá undirhita og hybrid-gras svo við þurfum ekki alltaf að spila útileiki í nóvember. Líka fyrir félagsliðin hér. Víkingur þarf að spila í desember, það er ekki hægt á Íslandi. Það er gott að það sé einhver þróun, góð byrjun. Ég hrósa sambandinu fyrir þetta," sagði Hareide.
Íslenska liðið er nú komið til Tyrklands og undirbýr sig fyrir leik gegn heimamönnum annað kvöld.
Åge þurfti bara að eiga Víkingaklappið á video - þetta er bara kóngurinn ???? pic.twitter.com/jrAQv1QN1T
— Arnar Laufdal (@AddiLauf) September 6, 2024
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Wales | 6 | 3 | 3 | 0 | 9 - 4 | +5 | 12 |
2. Tyrkland | 6 | 3 | 2 | 1 | 9 - 6 | +3 | 11 |
3. Ísland | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 - 13 | -3 | 7 |
4. Svartfjallaland | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 - 9 | -5 | 3 |
Athugasemdir