Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 08. október 2019 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra: Hvítu skórnir ónýtir
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta A-landsliðmarkið
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta A-landsliðmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta landsliðsmark sitt í kvöld í 6-0 sigri á Lettlandi í undankeppni Evrópumótsins en hún fékk tækifæri í byrjunarliðinu.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Alexandra gerði fimmta mark leiksins um það bil tíu mínútum fyrir leikslok en hún hafði átt nokkrar tilraunir í leiknum áður en boltinn söng loksins í netinu.

„Mjög góð bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik þannig það var flott að ná þremur stigum úr leiknum," sagði Alexandra við Fótbolta.net í kvöld.

Íslenska liðið var með mikla yfirburði í leiknum og var hún sammála því.

„Ég myndi segja það miðað við aðstæður og svoleiðis þá fannst mér við rúlla yfir þetta lið þannig. Við vorum með yfirburði á öllum sviðum."

„Þetta er mikill skóli og geggjað að fá tækifæri til að sanna sig þannig það var flott. Ég var nokkuð ánægð og miðað við aðstæður þá var geggjað að ná inn mörkum. Ég var búin að fá nokkrar tilraunir og það var sætt að sjá hann í netinu."


Vallaraðstæður voru vægast sagt hörmulegar og eins og komið var inn á í viðtalinu þá var þetta hálfgerður mýrarbolti.

„Ég myndi segja það. Hvítu skórnir eru ónýtir."

Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki eins og Svíþjóð.

„Þetta er eitt skref af mörgum og það er bara að halda áfram. Þetta er ekki búið núna og eins og sést þá býr mikið í okkur, tökum þetta og förum alla leið," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner