Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 08. október 2019 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra: Hvítu skórnir ónýtir
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta A-landsliðmarkið
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta A-landsliðmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta landsliðsmark sitt í kvöld í 6-0 sigri á Lettlandi í undankeppni Evrópumótsins en hún fékk tækifæri í byrjunarliðinu.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Alexandra gerði fimmta mark leiksins um það bil tíu mínútum fyrir leikslok en hún hafði átt nokkrar tilraunir í leiknum áður en boltinn söng loksins í netinu.

„Mjög góð bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik þannig það var flott að ná þremur stigum úr leiknum," sagði Alexandra við Fótbolta.net í kvöld.

Íslenska liðið var með mikla yfirburði í leiknum og var hún sammála því.

„Ég myndi segja það miðað við aðstæður og svoleiðis þá fannst mér við rúlla yfir þetta lið þannig. Við vorum með yfirburði á öllum sviðum."

„Þetta er mikill skóli og geggjað að fá tækifæri til að sanna sig þannig það var flott. Ég var nokkuð ánægð og miðað við aðstæður þá var geggjað að ná inn mörkum. Ég var búin að fá nokkrar tilraunir og það var sætt að sjá hann í netinu."


Vallaraðstæður voru vægast sagt hörmulegar og eins og komið var inn á í viðtalinu þá var þetta hálfgerður mýrarbolti.

„Ég myndi segja það. Hvítu skórnir eru ónýtir."

Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki eins og Svíþjóð.

„Þetta er eitt skref af mörgum og það er bara að halda áfram. Þetta er ekki búið núna og eins og sést þá býr mikið í okkur, tökum þetta og förum alla leið," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner