Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 08. október 2019 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra: Hvítu skórnir ónýtir
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta A-landsliðmarkið
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta A-landsliðmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta landsliðsmark sitt í kvöld í 6-0 sigri á Lettlandi í undankeppni Evrópumótsins en hún fékk tækifæri í byrjunarliðinu.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Alexandra gerði fimmta mark leiksins um það bil tíu mínútum fyrir leikslok en hún hafði átt nokkrar tilraunir í leiknum áður en boltinn söng loksins í netinu.

„Mjög góð bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik þannig það var flott að ná þremur stigum úr leiknum," sagði Alexandra við Fótbolta.net í kvöld.

Íslenska liðið var með mikla yfirburði í leiknum og var hún sammála því.

„Ég myndi segja það miðað við aðstæður og svoleiðis þá fannst mér við rúlla yfir þetta lið þannig. Við vorum með yfirburði á öllum sviðum."

„Þetta er mikill skóli og geggjað að fá tækifæri til að sanna sig þannig það var flott. Ég var nokkuð ánægð og miðað við aðstæður þá var geggjað að ná inn mörkum. Ég var búin að fá nokkrar tilraunir og það var sætt að sjá hann í netinu."


Vallaraðstæður voru vægast sagt hörmulegar og eins og komið var inn á í viðtalinu þá var þetta hálfgerður mýrarbolti.

„Ég myndi segja það. Hvítu skórnir eru ónýtir."

Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki eins og Svíþjóð.

„Þetta er eitt skref af mörgum og það er bara að halda áfram. Þetta er ekki búið núna og eins og sést þá býr mikið í okkur, tökum þetta og förum alla leið," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner