Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2020 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Ofboðslega hungraðir og ofboðslega einbeittir
Icelandair
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er í fyrsta sinn frá 2018 sem ég upplifi einhvers konar spennustig eða andrúmsloft sem tilheyrir stórmótum. Þannig er stemningin núna," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn gegn Rúmeníu sem hefst eftir tæpan hálftíma.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur. Sigurliðið fer áfram í úrslitaleik umspilsins fyrir EM næsta sumar.

„Við erum ofboðslega einbeittir og ofboðslega hungraðir. Það sem maður hefur upplifað í gegnum þessi tvö stórmót, sú stemning er í gangi núna."

Um stöðuna á leikmannahópnum sagði Freyr: „Hingað til er allt í góðu standi."

Hvernig leggjum við þennan leik upp? „Við ætlum að vera þéttir þegar það á við og við þurfum að vinna þetta sem ein heild, vera fastir fyrir og ekki selja okkur í leikstöðunni einn á móti einum. Það er gríðarlega mikilvægt í þessum leik."

„Þá trúi ég því að við náum í sigur og það er það eina sem er í boði hérna, að ná í sigur. Við verðum að halda í gildin okkar og það sem við erum góðir í."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner