fim 08. október 2020 18:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingar vel undirbúnir fyrir vítaspyrnukeppni
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands.
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sú staða gæti komið upp í kvöld að það verði farið í vítaspyrnukeppni.

Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM á Laugardalsvelli. Sigurliðið fer í hreinan úrslitaleik gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu um laust sæti á EM alls staðar.

Ef staðan er jöfn eftir venjulegan leiktíma verður framlengt og ef ennþá er jafnt verður vítaspyrnukeppni.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagði í viðtali á Stöð 2 Sport að íslenska liðið sé búið að undirbúa vítaspyrnukeppni ef sú staða kemur upp.

„Við erum mjög vel undirbúnir fyrir það, eins langt og það nær. Það er segin saga að þegar kemur að vítaspyrnukeppnum, þá snýst þetta bara um heppni en það er ekkert þannig að mínu mati. Þú getur undirbúið þig fyrir ákveðna þætti, bæði æft spyrnur, markvörsluna og lært inn á andstæðinginn eins vel og við getum," sagði Freyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner