Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 08. október 2020 18:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Tólfan á leiðinni á völlinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í stóru stundina. Klukkan 18:45 verður flautað til leiks í Laugardalnum í leik Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM næsta sumar.

Það er gríðarlega mikið í húfi. Sigurliðið fer áfram í úrslitaleikinn um sæti á EM sem verður spilaður í næsta mánuði.

Einungis sextíu manns fá miða á leikinn og ákvað KSÍ að allir miðahafar kæmu úr röðum stuðningssveitar íslenska landsliðsins, Tólfunnar.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliðinn, sagði á fréttamannafundi í gær að hann væri þakklátur fyrir að Tólfan gæti stutt við landsliðið úr stúkunni og vonaðist til þess að sveitin myndi „draga liðið aðeins áfram".

Hafliði Breiðfjörð tók myndir af Tólfunni á leiðinni á Laugardalsvöllinn. Það mun án efa heyrast vel í stuðningsmannasveit okkar í kvöld.

Sjá einnig:
Nokkrir rúmenskir stuðningsmenn mættir í Laugardalinn
Athugasemdir
banner
banner