Liverpool er í samningsviðræðum við Ibrahima Konaté og ganga þær vel samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.
Þessi franski miðvörður gekk til liðs við Liverpool fyrir þremur árum síðan og á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.
Konaté er 25 ára gamall og hefur fest sig vel í sessi í byrjunarliði Liverpool þar sem hann leikur við hlið Virgil van Dijk í hjarta varnarinnar.
Konaté á 17 landsleiki að baki fyrir A-landslið Frakklands eftir að hafa verið lykilmaður upp yngri landsliðin.
Hann var mikilvægur hlekkur í varnarlínu RB Leipzig áður en hann var keyptur til Liverpool fyrir um 40 milljónir evra.
Athugasemdir