Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. nóvember 2020 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Funda með breskum stjórnvöldum á morgun vegna Íslandsleiksins
Icelandair
Leikur Englands og Íslands á að fara fram hér, á Wembley.
Leikur Englands og Íslands á að fara fram hér, á Wembley.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska knattspyrnusambandið mun halda mikilvægan fund með stjórnvöldum á morgun vegna landsleiks við Ísland í Þjóðadeildinni 18. nóvember næstkomandi.

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa fjallað um það að mikil óvissa sé í kringum leikinn vegna ferðabanns sem Bretland hefur sett á ferðamenn sem koma til landsins frá Danmörku.

Ferðabannið var sett á eftir að upp komst um afbrigðis kórónuveiru sem greinst hefur í minkum á Jótlandi og nú þegar smitast yfir í manneskjur.

Greint hefur verið frá því að engar undantekningar verða gerðar á þessu ferðabanni. Bretland hefur hingað til gert undantekningar á ferðabanni sínu fyrir íþróttafólk en mun ekki gera það fyrir fólk sem kemur frá Danmörku.

Ísland á að spila í Danmörku þremur dögum fyrir leikinn gegn Englandi og því er leikurinn gegn Englendinum í óvissu.

Enska knattspyrnusambandið mun á morgun funda með stjórnvöldum og ef í ljós kemur að Íslendingar fá ekki að koma til Englands frá Danmörku, þá mun enska knattspyrnusambandið færa leikinn á hlutlausan leikvang.

Ein önnur lausn gæti verið að Danmörk færi leiki sína á hlutalausa leikvanga utan Danmerkur.

Sjá einnig:
Ráðleggur félögum að hleypa leikmönnum ekki í landsleikjahlé


Athugasemdir
banner
banner
banner