Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 08. nóvember 2022 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Venni vildi vera skipstjórinn - „Ég á nógan tíma"
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á að vinna með Heimi, þekki Heimi ágætlega og það hefur ekki farið framjá mér að hann er með gríðarlega reynslu og er gríðarlega farsæll. Ég hlakka mikið til að starfa með honum," sagði Sigurvin Ólafsson sem verður í teymi með Heimi Guðjónssyni sem í dag var tilkynntur sem nýr þjálfari FH.

Venni, eins og Sigurvin er oft kallaður, var ráðinn til FH á miðju tímabili og kom þá inn sem aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári steig svo til hliðar í október og þá tók Venni við sem aðalþjálfari.

„Hann er aðalþjálfarainn, er að fronta þetta. Ég er að þjálfa með honum, getur kallað þetta aðstoðarþjálfari eða hvað sem er. Eðlilega er hann skipstjórinn," sagði Venni sem hefði sjálfur verið til í að vera skipstjórinn. „Klárlega, ég er með metnað og var einn eftir um tíma undir lokin (á tímabilinu). Ég hefði alveg verið til í það en ég á nógan tíma."

Venni stýrði FH í síðustu fjórum leikjunum og þá bjargaði FH sér frá falli. FH vann tvo fyrstu leikina en töpuðu svo síðustu tveimur þegar sætið í Bestu deildinni var svo gott sem í tryggt.

Í viðtalinu ræddi Venni einnig um nýjan styrktarþjálfara, leikmannahópinn hjá FH og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner