Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 08. nóvember 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal
Powerade
Jonathan David.
Jonathan David.
Mynd: EPA
Branthwaite.
Branthwaite.
Mynd: Getty Images
City hefur áhuga á Calhanoglu.
City hefur áhuga á Calhanoglu.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan föstudag. Liverpool undirbýr tilboð í miðjumann Real Madrid, vonir Man Utd um að fá Branthwaite aukast og Lewandsowski vill nýjan saming. Svona er slúðrið í dag.

Jonathan David (24), framherji Lille, er á blaði hjá Manchester United, Liverpool og Arsenal. Þá hefur Juventus mikinn áhuga á kanadíska landsliðsmanninum. (Corriere dello Sport)

Liverpool undirbýr 50 milljóna punda tilboð í franska miðjumanninn Aurelien Tchouameni (24) hjá Real Madrid. (Fichajes)

Manchester United ætlar að endurvekja áhuga sinn á Jarrad Branthwaite (22), miðverði Everton, sem er metinn á 70 milljónir punda. Everton hefur ekki efni á að gera nýjan samning við hann. (Mail)

Brighton og Bayer Leverkusen eru meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Strahinja Stojkovic (17), serbneskum varnarmanni hjá Rauðu stjörnunni í Belgrad. (Football Insider)

Arsenal hefur átt í viðræðum við umboðsmenn Geovany Quenda (17) hjá Sporting Lissabon en hann er einnig skotmark Manchester United, Manchester City og Liverpool. (Teamtalk)

Pólski framherjinn Robert Lewandowski (36) er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að vera lengur hjá Barcelona. Frábær frammistaða hans hefur gert það að verkum að katalónska félagið hefur dregið úr áhuga á Erling Haaland (24) sóknarmanni Manchester City. (Sport)

AC Milan er tilbúið að tvöfalda laun hollenska miðjumannsins Tijjani Reijnders (26) til að fæla frá áhuga Manchester City og Tottenham. (Calciomercato)

Manchester City hefur augastagð á Hakan Calhanoglu (30) miðjumanni Inter. Bayern München er einnig í baráttunni um að fá tyrkneska landsliðsmanninn. (Caughtoffside)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, mun hafa um það að segja hver tekur við af Edu sem íþróttastjóri félagsins eftir ákvörðun Brasilíumannsins að hætta. (Times)

Liverpool og Bayern München hafa fengið upplýsingar frá Eintracht Frankfurt um að þau þurfi að borga allt að 50 milljónir punda til að geta fengið egypska framherjann Omar Marmoush (25) frá félaginu. (Fussball News)

Cristian Romero (26), varnarmaður Tottenham, gæti leitað til Real Madrid í sumar ef spænska félagið eykur áhuga sinn á þessum argentínska landsliðsmanni. (GiveMeSport)

Paris St-Germain hefur þegar útilokað að fá sænska framherjann Viktor Gyökeres (26) frá Sporting Lissabon þrátt fyrir gott markaform hans. (Le Parisien)

Arsenal hefur áhuga á slóvenska framherjanum Benjamin Sesko (21) hjá RB Leipzig sem er með 55 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Mail)

Gary O'Neil, stjóri Wolves, gæti verið vera rekinn ef lið hans vinnur ekki Southampton í úrvalsdeildinni um helgina. (Telegraph)

Paris St-Germain er tilbúið að láta franska framherjann Randal Kolo Muani (25) fara í janúar en félög í ensku úrvalsdeildinni og Bundesligunni hafa áhuga. (RMC Sport)

Bayern München vill fá Florian Wirtz (21), miðjumann Bayer Leverkusen, og gæti boðið Paul Wanner (18), þýskan U21 landsliðsmann, í skiptum auk greiðslu. (Christian Falk)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner