Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Gæti verið á leið til Stuttgart
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München er reiðubúið að leyfa franska sóknarmanninum Mathys Tel að fara frá félaginu á láni í janúarglugganum.

Tel er 19 ára gamall sóknarmaður sem er talinn einn sá efnilegasti í heiminum en þrátt fyrir mikla hæfileika hefur hann aðeins spilað 224 mínútur á þessu tímabili.

Frábær frammistaða Harry Kane hefur haldið Tel út úr liðinu en samkvæmt BILD er Bayern tilbúið að lána franska leikmanninn í janúarglugganum.

Stuttgart er sagt áhugasamt um að fá Tel á láni út tímabilið.

Tel er samningsbundinn Bayern til 2029 en fjölmiðlar hafa einnig rætt um að hann gæti yfirgefið fyrir fullt og allt næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner