Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórorður í garð Fanneyjar
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hin 19 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir skrifaði á dögunum undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Häcken. Samningurinn gildir til 2027.

Fanney er spennt fyrir komandi tímum en hún stefnir á að hjálpa Häcken að vinna titla.

„Þetta er gott skref fyrir mig að taka," segir Fanney við heimasíðu Häcken en hún var í viðtali sem birtist á sjónvarpsstöð félagsins. Þar talar hún á sænsku.

Christian Lundström, yfirmaður fótboltamála hjá kvennaliði Häcken, hefur miklar mætur á Fanneyju og er stórorður í hennar garð.

„Fanney er einn hæfileikaríkasti markvörðurinn sem hefur komið upp í mörg ár," segir Lundström.

„Hún er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins 19 ára en það er einstakt. Fanney er mjög þroskuð í því hvernig hún spilar. Maður fær þá tilfinningu að hún sé með mun meiri reynslu en raun ber vitni. Hún er nútímamarkvörður sem kemur inn með stöðugleika og öryggi."
Athugasemdir
banner
banner