Víkingur hefur farið gríðarlega vel af stað í deildakeppni Sambandsdeildarinnar en Football Rankings á X telur að það séu um 80% líkur á því að liðið komist áfram í umspilið.
Víkingur er með sex stig eftir þrjár umferðir en liðið steinlá 4-0 gegn Omonia í Kýpur í fyrstu umferð en fylgdi því eftir með frábærum sigrum á Cercle Brugge og Borac á Kópavogsvelli.
Football Rankings spáir því að Víkingur nái í tæplega þrjú stig í viðbót en liðið á eftir að mæta FC Noah (Armenía) og LASK (Austurríki) á útivelli og Djurgarden (Svíþjóð) á heimavelli en næsti leikur liðsins er gegn FC Noah þann 28. nóvember.
35% líkur eru á því að liðið endi í einu af átta efstu sætunum og fari því beint í 16 liða úrslitin. Liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16 liða úrslitunum.
???? Conference League Projections.
— Football Rankings (@FootRankings) November 8, 2024
? Top 8: Round of 16
?? 9th-24th: Knockouts
? 25th-36th: Eliminated
???? Sign up to P-Page (link in bio) to:
???? Check detailed analysis
???? Always get early updates
???? Support work of our page
(% per Elo rating, simulations by @pklimek99) pic.twitter.com/Gapydf0w5t