banner
   mið 08. desember 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Allegri og Morata rifust á hliðarlínunni
Alvaro Morata.
Alvaro Morata.
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, sóknarmaður Juventus, reifst við þjálfara sinn, Max Allegri, í leik gegn Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni um síðasta helgi.

Í stöðunni 1-0 fyrir Juventus - á 73. mínútu - þá tók Allegri spænska sóknarmanninn af velli og setti Moise Kean inn á í staðinn.

Þetta var Morata ekki sáttur með og Allegri var ekki sáttur með sóknarmanninn sinn. Hljóðnemar á vellinum tóku upp það sem fór þeirra á milli.

„Þú braust af þér og verður að þegja," sagði Allegri og ýtti í öxl sóknarmannsins. Morata hafði þá verið spjaldaður fyrir rifrildi við Davide Biraschi, leikmann Genoa.

„Hvað gerði ég?" sagði Morata pirraður og settist niður eftir að hafa látið nokkur vel valin orð falla.

Myndband af rifrildinu má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner