Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 08. desember 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Öll félög munu hlaupa á eftir honum"
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti franska félagsins Paris Saint-Germain, viðurkennir að félagið hafi mikinn áhuga á enska landsliðsmanninum, Marcus Rashford.

PSG hefur lengi haft áhuga á honum og reyndi félagið að krækja í hann síðasta sumar. Það gekk þó ekki upp.

Samningur Rashford rennur út næsta sumar en félag hans, Manchester United, er með ákvæði í samningnum um að geta framlengt hann um tólf mánuði.

„Rashford er magnaður leikmaður. Ef hann er fáanlegur á frjálsri sölu þá munu öll lið hlaupa á eftir honum," segir Al-Khelaifi.

„Það er ekkert launungarmál að við höfum áhuga á honum."

Rashford hefur verið að rísa upp á þessari leiktíð eftir erfiðan tíma í búningi Man Utd þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá honum. Hann er að byrja að finna fjölina aftur. Það er búist við því að Man Utd muni reyna að gera nýjan langtímasamning við hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner