Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fös 08. desember 2023 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Smári: Erum töluvert betur staddir en á sama tíma í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er hrikalega ánægður með stöðuna, á þessum tímapunkti erum við töluvert betur staddir en í fyrra. Við erum með 21-23 leikmenn klára núna, þ.e.a.s. hópurinn þó að við séum vissulega ekki svona margir fyrir vestan akkúrat núna. Hópurinn er töluvert stærri en þegar ég kom í fyrra og það veitir á gott. Ég kom nýr inn í fyrra og margir nýir leikmenn. Vonandi náum við að tengja lok síðasta tímabils inn í nýtt tímabil," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, þegar Fótbolti.net ræddi við hann í gær.

Davíð segir að allir leikmenn Vestra verði mættir á Ísafjörð í janúar. Liðið hefur svo leik í Bestu deildinni í apríl.

„Það er mjög ánægjulegt. Mótið byrjar auðvitað töluvert fyrr hjá okkur en það hefur gert. Fyrsta dagsetning sem maður fær að heyra er 6. apríl, þannig það munar miklu þar fyrir okkur og við þurfum bara að vera klárir. Auðvitað horfir maður aftur í tímann og sér þessa erfiðu byrjun sem Vestri hefur átt, og það er alltaf eitthvað sem maður er að reyna bæta. Við reyndum það í fyrra en það gekk ekki eins og maður hefði óskað. En vonandi með bættri aðstöðu hjá okkur og þá tekur þetta skemmri tíma, við þurfum virkilega á því að halda í byrjun móts."

Er einhver staða í hópnum sem þú sérð að þú vilt styrkja?

„Já já, gamla góða tuggan er að maður er alltaf með augun opin fyrir góðum leikmönnum. Það er 1-2 stöður sem ég er með augun á að styrkja. Ég er gríðarlega ánægður með hópinn sem við vorum með í lok tímabilsins í ár, en það eru leikmenn farnir; Mikkel sem dæmi. Það er mikill tími sem fer í að skoða leikmenn, núna er það þannig að það er enn meira undir að þeir sem við fáum séu réttu leikmennirnir," sagði Davíð.

Komnir
Andreas Söndergaard
Andri Rúnar Bjarnason frá Val

Farnir
Deniz Yaldir
Rafael Broetto
Mikkel Jakobsen
Grímur Andri Magnússon
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner