Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 08. desember 2024 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Marseille saxaði á forystu PSG - Greenwood kominn með tíu mörk
Mason Greenwood er næst markahæstur í deildinni
Mason Greenwood er næst markahæstur í deildinni
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið Marseille tókst að nýta tækifærið til að saxa á forystu Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain með því að vinna 2-0 sigur á St. Etienne í kvöld.

PSG gerði markalaust jafntefli gegn Auxerre á föstudag eftir stórkostlega frammistöðu franska markvarðarsins Donovan Leon, og fékk Marseille því sénsinn á að komast nær erkifjendum sínum.

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot kom Marseille yfir með marki á 17. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir laglega vippu frá Neil Maupay. Rabiot var dæmdur rangstæður á vellinum, en markið síðan dæmt gott og gilt eftir skoðun VAR.

Eftir klukkutímaleik fiskaði Mason Greenwood vítaspyrnu sem hann tók sjálfur. Gautier Larsonneur, markvörður St. Etienne, varði vítaspyrnuna, en Greenwood var rólegur, hirti frákastið og skoraði sitt 10. mark í deildinni á tímabilinu.

Hann er nú annar markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Bradley Barcola, en Jonathan David, samherji Hákonar Arnars Haraldssonar í Lille, er markahæstur með 11 mörk.

Sigur Marseille þýðir að liðið er með 29 stig í öðru sæti deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir PSG.
Athugasemdir
banner
banner