Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 09. janúar 2020 09:43
Magnús Már Einarsson
Birkir Bjarna eftirsóttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikill áhugi er á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni en líklegt er að hann gangi frá samningi við nýtt félag í þessum mánuði.

Birkir komst að samkomulagi um starfslok hjá Aston Villa í ágúst en í október gerði hann stuttan samning við Al Arabi til áramóta.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er talsverður áhugi á Birki í Frakklandi en hann vakti athygli fyrir frábæra frammistöðu á miðju íslenska landsliðsins í leiknum gegn Frökkum í október.

Hinn 31 árs gamli Birkir lék lengi á Ítalíu með Pescara og Sampdoria og þar í landi er einnig áhugi.

Þá hafa félög í Tyrklandi og stór félög á Norðurlöndunum einnig sýnt Birki áhuga.

Möguleiki var á að Birkir færi með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í næstu viku en svo verður þó ekki þar sem líklegt er að hann gangi frá samningum við nýtt félag á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner