fim 09. janúar 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard: Þetta var miklu erfiðara en fólk gerir sér grein fyrir
Steven Gerrard
Steven Gerrard
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers og fyrrum leikmaður Liverpool, ræddi við Jamie Carragher í The Greatest Game hlaðvarpinu en hann fór yfir ferilinn og margt annað skemmtilegt. Hann kom þar inná augnablikið í 2-0 tapinu gegn Chelsea tímabilið 2013-2014.

Liverpool var með 80 stig þegar aðeins þrjár umferðir voru eftir af deildinni áður en liðið mætti Chelsea. Liverpool hafði unnið síðustu ellefu deildarleiki en Gerrard rann í leiknum og nýtti Demba Ba sér það með því að skora.

Manchester City var þá þremur stigum á eftir Liverpool og átti leik inni. City vann deildina eftir að Liverpool gerði 3-3 jafntefli við Crystal Palace í umferðinni á eftir.

„Ég skil að þetta var ekki bara þetta augnablik var sem klúðraði titlinum en það er partur af mér sem hugsar að þetta hafi samt verið það og fólk hefur reynt að láta mér líða betur. Þetta augnablik var stórt," sagði Gerrard.

„Brendan sagði að það hefði verið bannið sem Jordan Henderson fékk hafi verið stórt augnablik og það var það alveg. Svo skoraði Kolo Toure sjálfsmark þegar við vorum að vinna WBA en það var ekki þetta augnablik."

„Þegar Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta ári þá leið mér betur. Það læknaði stuðningsmenn og liðið."

„Það mun líka hjálpa mér persónulega ef Liverpool vinnur deildina og ef ég næ árangri með Rangers til að lækna þetta því þetta var ótrúlega erfitt augnablik. Miklu erfiðara en fólk heldur í raun og veru."

„Þetta er eina skiptið á ferlinum þar sem ég fann ekki fyrir neinu og var tilfinningalaus,"
sagði Gerrard um atvikið í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner