Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mán 09. janúar 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
Arsenal hefur áhuga á táningi hjá Barcelona - Maguire ekki á förum
Powerade
Alejandro Balde er orðaður við Arsenal.
Alejandro Balde er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ekkert er til í sögum þess efnis að Maguire fari til Aston Villa.
Ekkert er til í sögum þess efnis að Maguire fari til Aston Villa.
Mynd: EPA
Maxime Perrone á leið til Manchester City.
Maxime Perrone á leið til Manchester City.
Mynd: EPA
Það er aftur kominn mánudagur. Glugginn er galopinn og fullt af sögum í gangi. Balde, Diaby, Moreno, Maeda, Depay, Garnacho, Dzeko og fleiri í slúðurpakkanum.

Arsenal hefur áhuga á Alejandro Balde (19), varnarmanni Barcelona, sem hefur en ekki skrifað undir framlengingu á samningi sínum í Katalóníu. Balde er vinstri bakvörður og á fjóra landsleiki að baki fyrir Spánverja. (Sport)

Newcastle er tilbúið að gera sumartilboð í franska framherjann Moussa Diaby (23) hjá Bayer Leverkusen. (Bild)

Aston Villa færist nær samkomulagi um spænska varnarmanninn Alex Moreno (29) sem er hjá Real Betis. (Football Insider)

Southampton íhugar að gera tilboð í japanska framherjann Daizen Maeda (25) sem hefur leikið virkilega vel fyrir Celtic. (Sky Sports)

Racing Club hefur hafnað tilboði frá Southampton í argentínska miðjumanninn Carlos Alcaraz. (The Athletic)

Lorient hefur hafnað 15 milljóna punda tilboði frá Southampton í nígeríska sóknarmanninn Terem Moffi (23). (Mail)

Manchester United hefur blásið á sögusagnir um að Harry Maguire (29) gæti farið til Aston Villa. United býst við að varnarmaðurinn fari ekkert í janúarglugganum. (Manchester Evening News)

Katarskir eigendur Paris St-Germain vilja kaupa lítinn hlut í öðru félagi og hafa átt viðræður við Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham. (CBS Sports)

Manchester City býst við að ganga frá kaupum á argentínska miðjumanninnum Maxime Perrone (19) frá Velez Sarsfield á 6,5 milljónir punda í þessari viku. (Mail)

Tiago Pinto, stjórnarmaður Roma, er bjartsýnn á að enski varnarmaðurinn Chris Smalling (30) skrifi undir nýjan samning. (Football Italia)

Manchester United, Newcastle, Arsenal og Chelsea hafa áfram áhuga á hollenska framherjanum Memphis Depay (28) sem gæti verið á leið frá Barcelona í janúar. (Sport)

Atletico Madrid vill kaupa Alejandro Garnacho (18) aftur til félagsins en hann var í akademíu þeirra. Ólíklegt er að Manchester United vilji sleppa leikmanninum unga. (Fichajes)

Manchester United íhugar að gera tilboð í Bosníumanninn Edin Dzeko (36) hjá Inter. United leitar að sóknarmanni en Dzeko var hjá Manchester City í fjögur ár. (Mail)

Ruben Amorim, stjóri Sporting Lissabon, segist ekki óttast áhuga Tottenham á spænska varnarmanninum Pedro Porro (23) og miðjumanninum Marcus Edwards (23) sem var áður hjá Tottenham. (Standard)

Tottenham hefur augastað á spænska markverðinum David Raya (27) þar sem félagið er í leit að langtímaarftaka franska markvarðarins Hugo Lloris (36) í sumar. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner