Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. janúar 2023 21:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrirliði Inter Miami spenntur fyrir Messi - „Af hverju ekki?"
Mynd: EPA

Samningur Lionel Messi við PSG rennur út sumarið 2024 en hann hefur verið orðaður við Inter Miami sem leikur í MLS deildinni í Bandaríkjunum.


Phil Neville er stjóri Inter Miami og segir að félagið sé aðreyna allt til að næla í Messi.

„Fyrir okkur hefur landslagið ekkert breyst. Samningar við dýra leikmenn í þessum gæðaflokki eru erfiðir, það tekur tíma," sagði Neville.

„Við vinnum hörðum höndum að því að fá bestu leikmennina og mér finnsthann vera einn af þeim."

Fyrirliði Miami, Brasilíumaðurinn Gregore yrði spenntur fyrir þvi að fá Messi til félagsins.

„Það getur gerst, ef Messi kemur verð ég mjög ánægður. Ímyndaðu þér að vinna með Messi, af hverju ekki?" Sagði fyrirliðinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner