Arsenal hefur blandað sér í slaginn um Ronald Araujo, varnarmann Barcelona. Juventus vill einnig fá úrúgvæska landsliðsmanninn.
Araujo hefur verið á meiðslalistanum það sem af er tímabili en er að snúa til baka. Þegar hann er heill heilsu er hann í hópi bestu miðvarða heims.
Araujo hefur verið á meiðslalistanum það sem af er tímabili en er að snúa til baka. Þegar hann er heill heilsu er hann í hópi bestu miðvarða heims.
Barcelona hefur reynt að gera nýjan samning við Araujo en án árangurs. Núgildandi samningur hans er til júní 2026.
Ítalskir fjölmiðlar segja að Juventus sé að komast nálægt samkomulagi við Barcelona um að fá Araujo lánaðan út þetta tímabil og ákvæði um kaup eftir það.
Spænskir fjölmiðlar segja hinsvegar að félögin hafi ekki náð samkomulagi og það opnar möguleika fyrir Arsenal. Gabriel og William Saliba mynda eitt öflugasta miðvarðapar heims hjá Arsenal en Araujo gæti líka spilað sem hægri bakvörður.
Mundo Deportivo segir að ef Araujo skrifi ekki undir framlengingu þá gæti Barcelona skoðað að selja hann.
Athugasemdir