Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verða báðir aðstoðarmenn Ten Hag komnir með vinnu innan skamms?
Mynd: Man Utd
Ruud van Nistelrooy var fljótur að finna sér nýja vinnu eftir að Erik ten Hag var látinn fara frá Manchester United. Hann var ráðinn stjóri Leicester sem er einnig í ensku úrvalsdeildinni.

Núna gæti hinn aðstoðarmaður Ten Hag, verið að landa starfi í enska boltanum.

Rene Hake var ráðinn inn í þjálfarateymi Ten Hag síðasta sumar eftir að hafa stýrt Go Ahead Eagles í Hollandi.

Núna er hann í myndinni hjá West Brom sem er í stjóraleit eftir að Carlos Corberan tók við Valencia á Spáni.

Talið er að valið standi á milli Hake og Raphael Wicky, fyrrum stjóra Young Boys í Sviss.

West Brom er sem stendur í sjötta sæti ensku Championship-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner