Ruud van Nistelrooy var fljótur að finna sér nýja vinnu eftir að Erik ten Hag var látinn fara frá Manchester United. Hann var ráðinn stjóri Leicester sem er einnig í ensku úrvalsdeildinni.
Núna gæti hinn aðstoðarmaður Ten Hag, verið að landa starfi í enska boltanum.
Núna gæti hinn aðstoðarmaður Ten Hag, verið að landa starfi í enska boltanum.
Rene Hake var ráðinn inn í þjálfarateymi Ten Hag síðasta sumar eftir að hafa stýrt Go Ahead Eagles í Hollandi.
Núna er hann í myndinni hjá West Brom sem er í stjóraleit eftir að Carlos Corberan tók við Valencia á Spáni.
Talið er að valið standi á milli Hake og Raphael Wicky, fyrrum stjóra Young Boys í Sviss.
West Brom er sem stendur í sjötta sæti ensku Championship-deildarinnar.
Athugasemdir