Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chiesa á blaði ef Kvaratskhelia fer frá Napoli
Federico Chiesa.
Federico Chiesa.
Mynd: Getty Images
Federico Chiesa er eitt þeirra nafna sem er á blaði hjá Napoli ef Khvicha Kvaratskhelia yfirgefur félagið í þessum mánuði.

Þetta herma heimildir Sky á Ítalíu.

Chiesa var keyptur til Liverpool frá Juventus síðasta sumar en það hefur lítið verið hjá honum að frétta vegna meiðslavandamála.

Samkvæmt Sky er Napoli tilbúið að fá Chiesa á láni en það er spurning hvort Liverpool sé til í að samþykkja það.

Kvaratskhelia er lykilmaður hjá Napoli en hann er núna sterklega orðaður við Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner