Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 09. febrúar 2021 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jóhannsson á leið til Póllands
Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson er að ganga í raðir Lech Poznan samkvæmt fjölmiðlum í Póllandi.

Fram kemur á vefsíðunni SportoweFakty sé á leið til Poznan. Aron sé fljótlega á leið í læknisskoðun og muni svo skrifa undir tveggja og hálfs árs samning.

Hinn þrítugi Aron átti gott tímabil með Hammarby á síðasta ári eftir mikla þrautagöngu vegna meiðsla. Hann skoraði tólf mörk í 22 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni.

Hann yfirgaf Hammarby eftir tímabilið og hefur síðustu vikur verið að leita að nýju félagi. Hann æfði meðal annars með Val á Íslandi.

Aron er fæddur í Bandaríkjunum en uppalinn á Íslandi. Hann valdi að spila fyrir landslið Bandaríkjanna og á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir fæðingarþjóð sína.

Lech Poznan er þessa stundina í tíunda sæti pólsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner