Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. febrúar 2021 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noble keyrði Van de Beek niður í innkasti
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek var í byrjunarliði Manchester United þegar Rauðu djöflarnir lögðu West Ham að velli í framlengdum leik í enska bikarnum í kvöld.

Van de Beek hefur ekki fengið mörk tækifærin á tímabilinu en hann fékk að spreyta sig í kvöld og spilaði 73 mínútur.

Hann lenti í því í leiknum að vera keyrður niður þegar hann ætlaði sér að taka innkast. Honum tókst reyndar að taka innkastið en var keyrður niður af Mark Noble, fyrirliða West Ham, í þann mund er hann kastaði boltanum inn.

Noble fékk ekki spjald fyrir þetta en myndband af atvikinu má sjá hérna.

Noble var aftur í eldlínunni nokkrum mínútum síðar þegar Mason Greenwood fór illa með hann. Það má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner