Paul Merson fyrrum leikmaður Arsenal telur litlar sem engar líkur á því að Arsenal vinni bikar eða titil á þessu tímabili.
Á síðustu leiktíð réðust úrslitin í deildinni á lokadeginum en Arsenal var eitt af líklegustu liðunum til að vinna deildina fyrir þetta tímabil. Þrátt fyrir góða byrjun eiga Arsenal erfitt með að elta Liverpool.
Liverpool hafa einungis tapað einum deildarleik í vetur og eru enn inni í öllum keppnum. Arsenal tapaði í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi fyrir Newcastle í Carabao Cup í vikunni. Paul Merson finnst það ólíklegt að Arsenal endi tímabilið á titli eða bikar.
„Ef Liverpool vinnur Everton verða þeir níu stigum fyrir ofan 2. sætið með 15 leiki eftir. Þeir þurfa þá að tapa fjórum af þeim leikjum svo Arsenal eigi séns á titli sem mér finnst ómögulegt. Fyrir mér snýst þetta um það hvernig leikurinn á miðvikudaginn (Everton - Liverpool) fer.“ sagði Paul Merson um titilvonir Arsenal og kemur svo inn á Meistaradeildina.
„Mér leyst alveg ágætlega á möguleika Arsenal í Meistaradeildinni en svo sá ég Newcastle rústa Arsenal í tveimur undanúrslitaleikjum í Carabao Cup. Með fullri virðingu fyrir Newcastle að þá eru betri lið en Newcastle í Meistaradeild Evrópu.“
Arsenal mætir Leicester City á King Power leikvangnum næstkomandi laugardag. Eftir að hafa endað í 3. sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar eru þeir komnir í 16-liða úrslitin sem verða spiluð í næsta mánuði.
Athugasemdir