Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 09:44
Elvar Geir Magnússon
Hrífast af frammistöðu Jasonar í vængbakverði
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Getty Images
Jason Daði Svanþórsson og félagar í Grimsby Town unnu 2-1 sigur á botnliði Carlisle í ensku D-deildinni, Jason spilaði allan leikinn í hægri vængbakverði en Grimsby er í níunda sæti.

Jason er að finna sig vel í þessari stöðu og er greinilega í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Grimsby þegar umræðan á X samfélagsmiðlinum er skoðuð. Að margra mati var hann besti maður vallarins í gær.

„Það er enginn leikmaður í 2. deildinni betri með boltann í löppunum en Svanþórsson, hann er að verða algjör lykilmaður fyrir okkur," segir Scott Venney en hin ýmsu ummæli er hægt að sjá hér að neðan.

Jason er að finna sig betur og betur í nýrri deild með hverjum leik en í janúar var hann í viðtali við Fótbolta.net um lífið í Grimsby.










Athugasemdir
banner
banner
banner