Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   sun 09. febrúar 2025 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
Valgeir Lunddal og Logi Hrafn í byrjunarliðum
Mynd: Getty Images
Mynd: Istra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Al Wasl
Það var nóg um að vera hjá Íslendingum víða um Evrópu í dag, þar sem Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði fyrstu 93 mínúturnar í jafntefli hjá Fortuna Düsseldorf í næstefstu deild þýska boltans.

Valgeir spilaði í hægri bakverði í 1-1 jafntefli á útivelli gegn Hannover, en Düsseldorf er í fimmta sæti deildarinnar sem stendur, fjórum stigum frá öðru sætinu sem veitir þátttökurétt í Bundesliga á næstu leiktíð.

Í Póllandi var Davíð Kristján Ólafsson í byrjunarliði Cracovia sem gerði jafntefli við Widzew Lodz. Davíð Kristján skoraði sjálfsmark á 15. mínútu en hann spilaði fyrstu 87 mínútur leiksins og urðu lokatölur 1-1.

Cracovia er í fimmta sæti deildarinnar en þetta var fjórða jafntefli liðsins í röð. Davíð og félagar eru fjórum stigum frá Evrópusæti en þeir hafa ekki sigrað deildarleik síðan í byrjun nóvember.

Logi Hrafn Róbertsson var þá í byrjunarliði Istra sem sigraði á útivelli gegn Rijeka í efstu deild króatíska boltans. Fallbaráttulið Istra skóp þar afar óvæntan sigur gegn titilbaráttuliði og er með 23 stig eftir 21 umferð - fimm stigum frá fallsætinu.

Patrik Sigurður Gunnarsson er meiddur og var því utan hóps hjá Kortrijk í tapi á heimavelli gegn Royale Union SG í belgísku deildinni á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í óvæntu 2-0 tapi Panathinaikos á útivelli gegn Aris í gríska boltanum.

Kortrijk er í harðri fallbaráttu í Belgíu á meðan Panathinaikos er að detta afturúr í titilbaráttunni í Grikklandi.

Lærisveinar Milos Milojevic í liði Al-Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sigruðu þá útileik gegn Dibba Al-Hisn. Al-Wasl siglir lygnan sjó um miðja deild.

Í hollenska boltanum var Elías Már Ómarsson í byrjunarliði NAC Breda sem steinlá á útivelli gegn Waalwijk. Elías spilaði 76 mínútur í 5-0 tapi og er NAC Breda áfram í harðri baráttu um umspilssæti fyrir Sambandsdeildina.

Kolbeinn Birgir Finnsson var að lokum ónotaður varamaður í 0-1 tapi Utrecht gegn Almere City. Þetta er afar svekkjandi tap fyrir Utrecht sem er í þriðja sæti hollensku deildarinnar með 42 stig eftir 22 umferðir.

Utrecht virðist vera dottið úr leik í toppbaráttunni eftir þrjú jafntefli og tvo tapleiki í síðustu fimm deildarleikjum sínum.



Hannover 1 - 1 Dusseldorf

Waalwijk 5 - 0 NAC Breda

Widzew Lodz 1 - 1 Cracovia

Rijeka 0 - 1 Istra

Kortrijk 1 - 2 Royale Union SG

Aris 2 - 0 Panathinaikos

Dibba Al-Hisn 2 - 3 Al-Wasl

Utrecht 0 - 1 Almere

Athugasemdir
banner
banner
banner