Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. mars 2023 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Ingi snýr aftur í Þorpið eftir dvöl í Feneyjum
Lengjudeildin
Aron Ingi Magnússon.
Aron Ingi Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þórsarar voru að endurheimta Aron Inga Magnússon, 18 ára gamlan leikmann, sem kemur aftur til félagsins eftir dvöl hjá Venezia á Ítalíu.

Þór lánaði Aron Inga til Venezia í júlí á síðasta ári. Aron hafði þá komið við sögu í átta leikjum með Þór það sumarið og skorað eitt mark.

Miðjumaðurinn knái heillaði njósnara Venezia sem varð til þess að félagið hafði samband við Þór og óskaði eftir því að fá hann á láni í eitt ár.

Samningurinn var sagður svipaður þeim sem félögin gerðu um Jakob Franz Pálsson þar áður, en Venezia keypti Jakob Franz eftir að hafa fengið hann á láni. Aron Ingi verður ekki keyptur, hann snýr til baka heim á Akureyri.

Aron Ingi á að baki leiki með U19 landsliði Íslands en hann er barnabarn Eggerts Magnússonar, fyrrum formanns KSÍ og eiganda Wset Ham. Aron og Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eru systkinabörn.

Þór var spáð sjöunda sæti í ótímabæru spánni fyrir Lengjudeildina á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner