Ótrúlega erfitt að spá í ár

Ótímabæra spáin fyrir Lengjudeild karla var opinberuð í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag. Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sérfræðingur í þættinum og talaði um öll lið deildarinnar.
Það voru fréttamenn Fótbolta.net sem sáu um þessa ótímabæru spá en gríðarlega erfitt er að spá fyrir um deildina í sumar. Hún hefur líklega sjaldan verið eins spennandi fyrir fram.
„Hver einn og einasti þeirra sem var að spá sagði: 'Þetta er ekkert eðlilega erfitt'. Það væri nánast hægt að setja öll þessi lið inn í þvottavél og draga þau út," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum. Orð að sönnu en hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig spáin leit út.
Í spilaranum sem er fyrir neðan er svo hægt að hlusta á umræðuna sem var tekin um öll lið deildarinnar.
Það skal nefnt að efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina á meðan liðin í öðru til fimmta sæti fara í sérstakt umspil um að komast upp. Þetta er nýtt fyrirkomulag fyrir deildina í ár.
Lengjuspáin:
1. ÍA
-----
2. Grindavík
3. Leiknir R.
4. Fjölnir
5. Vestri
-----
6. Afturelding
7. Þór
8. Njarðvík
9. Grótta
10. Selfoss
-----
11. Þróttur R.
12. Ægir
Sjá einnig:
„Þarft að vera eitthvað ruglaður til að spá þeim ekki tólfta sæti"
Athugasemdir