Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. mars 2023 21:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Weghorst skoraði í frábærum síðari hálfleik United
Mynd: Getty Images

Manchester United er í góðri stöðu eftir sigur á Real Betis í fyrri leik liðanna á Old Trafford í kvöld.


Erik ten Hag leitaðist eftir því að liðið myndi svara fyrir stórtapið gegn erkifjendunum í Liverpool um síðustu helgi en fyrri hálfleikurinn í kvöld sýndi engin merki um það.

United komst þó yfir með marki frá Marcus Rashford á sjöttu mínútu. Ayoze Perez jafnaði metin með sínu fyrsta marki fyrir Betis en þessi fyrrum leikmaður Leicester og Newcastle hafði aldrei skorað gegn Manchester United fyrir leik kvöldsins.

David de Gea fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í fyrri hálfleiknum þar sem hann átti erfitt með að senda boltann á samherja. Undir lok fyrri hálfleiks var hann heppinn að Betis náði ekki að refsa eftir að sending frá honum fór beint fyrir fætur leikmanns Betis.

Staðan jöfn í hálfleik en Antony kom United í forystu snemma í síðari hálfleik með stórkostlegu marki. Bruno Fernandes skoraði svo þriðja mark liðsins með skalla, sjald séð sjón það.

United var miklu betri aðilinn í síðari hálfleik en De Gea hafði það náðugt. Undir lok leiksins skoraði svo Wout Weghorst fjórða og síðasta mark United.

Angel Di Maria var hetja Juventus sem vann Freiburg 1-0 á heimavelli. Spurning hvort Paul Pogba verði kominn aftur í liðið fyrir síðari leikinn en hann var í agabanni í kvöld.

Juventus 1 - 0 Freiburg
1-0 Angel Di Maria ('53 )

Sevilla 2 - 0 Fenerbahce
1-0 Joan Jordan ('56 )
2-0 Erik Lamela ('85 )

Manchester Utd 4 - 1 Betis
1-0 Marcus Rashford ('6 )
1-1 Ayoze Perez ('32 )
2-1 Antony ('52 )
3-1 Bruno Fernandes ('58 )
4-1 Wout Weghorst ('82 )

Shakhtar D 1 - 1 Feyenoord
1-0 Yaroslav Rakitskiy ('79 )
1-1 Ezequiel Bullaude ('88 )

Sambandsdeildin

Gent 1 - 1 Istanbul Basaksehir
0-1 Stefano Okaka ('16 )
1-1 Emmanuel Gift ('35 )

Fiorentina 1 - 0 Demir Grup Sivasspor
1-0 Antonin Barak ('69 )

Lech 2 - 0 Djurgarden
1-0 Antonio Milic ('39 )
2-0 Filip Marchwinski ('82 )

Basel 2 - 2 Slovan
1-0 Zeki Amdouni ('6 )
1-1 Jurij Medvedev ('17 )
2-1 Andi Zeqiri ('40 )
2-2 Abdul Malik Abubakari ('70 )








Athugasemdir
banner
banner