Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. mars 2023 09:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mbappe verður að fara frá þessu félagi"
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Enn eitt árið er Paris Saint-Germain fallið snemma úr leik í Meistaradeild Evrópu.

PSG tapaði 2-0 gegn Bayern München í gær og tapaði einvíginu samanlagt 3-0 en liðin voru að mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Eftir leikinn hvatti Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, helstu stjörnu liðsins - Kylian Mbappe - að flýta sér í burtu frá París.

„Ég verð að viðurkenna að ég er mjög ánægður að PSG er úr leik, ég er það. Þetta er ekki lið, þetta er bara óreiða," sagði Carragher á CBS eftir leikinn.

„Á fimm af síðustu sjö árum hafa þeir dottið út í 16-liða úrslitum á meðan þeir eyða meiri peningum en önnur félög. Þeir eru með bestu leikmenn heims í sínum röðum en þetta sýnir manni hversu mikilvægt það er að vera með gott lið. Þetta er ekki lið."

„Kylian Mbappe verður að fara frá þessu félagi."

Mbappe, sem er einn af þremur bestu leikmönnum í heimi, valdi að vera áfram í París síðasta sumar eftir að félagið samþykkti að gera hann að launahæsta leikmanni í heimi. Hann er núna í öðru sæti á eftir Cristiano Ronaldo.

PSG hefur keypt af marga ótrúlega leikmenn en það hefur ekki virkað. Eins og Carragher segir þá eru þetta bara einstaklingar, ekki lið.
Athugasemdir
banner
banner
banner