Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. mars 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var Messi að spila sinn síðasta Meistaradeildarleik?
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Það gæti verið svo að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, tveir af bestu fótboltamönnum sögunnar, séu báðir búnir að spila í Meistaradeild Evrópu í síðasta sinn.

Ronaldo er farinn til Sádí-Arabíu og Messi féll úr leik í 16-liða úrslitunum með Paris Saint-Germain í gær.

Samningur Messi rennur út í sumar og er óvíst hvort hann muni endursemja í París.

„Þetta var mögulega síðasti leikur Messi í Meistaradeildinni," sagði Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, á CBS í gær og það gæti vel verið raunin.

Messi, sem er 36 ára, hefur spilað 163 leiki í Meistaradeildinni en aðeins Iker Casillas og Ronaldo hafa spilað fleiri leiki í keppninni. Messi vann keppnina fjórum sinnum með Barcelona en hann er næst markahæstur í sögu keppninnar á eftir Ronaldo.

Messi hefur verið orðaður við Inter Miami í Bandaríkjunum og spurning hvort hann endi þar.
Athugasemdir
banner
banner