Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 09. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Aksentije Milisic (KF)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Slobodan Milisic.
Slobodan Milisic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ljubomir Delic.
Ljubomir Delic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Örvar Stefánsson.
Gunnar Örvar Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jordan Damachoua.
Jordan Damachoua.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Steingrímur Örn Eiðsson.
Steingrímur Örn Eiðsson.
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
Alexander Már Þorláksson.
Alexander Már Þorláksson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Aksentije Milisic er leikmaður KF sem leikur í 2. deildinni á Íslandi. Aci meiddist illa í janúar og hefur verið í endurhæfingu undanfarna mánuði.

Hann hefur áður leikið með Magna og Dalvík/Reyni en lék með KA upp yngri flokkana og fékk fyrsta tækifærið þar. Aci segir frá hinni hliðinni sinni í dag.

Fullt nafn: Aksentije Milisic

Gælunafn: Aci

Aldur: 26 ára

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Árið 2010 kom ég inn á hjá KA í æfingamóti. Fyrsti í Íslandsmóti kom tveimur árum seinna.

Uppáhalds drykkur: Ísköld pepsi max í dós er hrikalega sexy.

Uppáhalds matsölustaður: Það er alltaf einhver rómantík í því þegar við kíkjum á KFC eftir erfiðan leik í bænum og fyrir langa rútuferð aftur norður.

Hvernig bíl áttu: Nissan Micra, sama hversu oft hann svíkur mig og endar á verkstæði trekk í trekk, þá tórum við enn saman.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break, þakka restinni fyrir þáttökuna samt. Gleymi því ekki hversu spenntur ég var alltaf fyrir næsta þætti þegar þetta stuff var að koma út, alvöru.

Uppáhalds tónlistarmaður: Alan Walker. Mæli með að fólk youtube-i Alan Walker - Faded (Live performance). Alvöru frammistaða.

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz tekur þetta.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, skógaberjamix og nutella.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Efling Sjukrathjalfun (s.4612223) minnir a tima hja: Stefan.S. Olafsson kl.08:00 - 08.04.2020 Latid vita i 461-2223 ef breyta tharf tima.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hendi í aldrei að segja aldrei frasann hér, mjög frumlegt.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Veigar Páll svona í fljótu bragði. Skyldi mig vandræðalega eftir með drop the shoulder move-i snemma leiks á miðjum velli. Reyndi að forðast það að mæta honum einn á einn það sem eftir lifði leiks. Alvöru gæði.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Verð að gefa gamla þetta, Slobodan Milisic, sá kann að teikna upp góðan taktískan sigur. Túfa er líka up there, frábær þjálfari.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þeir hafa nú verið nokkrir óþolandi í gegnum tíðina en það er einn gæji í Álftanes sem setti tuð upp á allt annað level hérna á Ólafsfjarðarvelli síðasta sumar. Hef ekki séð svona áður og margt hefur maður séð í boltanum.

Sætasti sigurinn: Að vinna grannaslagi eru alltaf lang sætustu sigrarnir. Svo er reyndar einn leikur á Höfn á Hornafirði líka minnistæður.

Ég var búinn að kaupa miða á Ed Sheeran tónleika með einhverjum 9 mánaða fyrirvara, svo þegar sumarið kom þá var nokkuð ljóst að ég þurfti að slaufa þeim því það beið okkur ferðalag til Höfn sama dag. 13 tímar í rútu.

Áttum skelfilegan leik en upp úr engu náðum við að snúa 1-0 stöðu yfir í 1-2 með sigurmarki á 96. mínútu.
Tilfinningin að sjá boltann rúlla þarna í netið í blálokin jafnaðist á við sveindóm missi.

Mestu vonbrigðin: Meiðsli, þoli ekki að horfa á leiki upp í stúku.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Jordan Damachoua aftur heim frá Kórdrengjum eins og skot.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Valgeir Valgeirsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hallgrímur Mar og Tobias Thomsen mega deila þessu

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Hjartað segir Cristiano Ronaldo en hugurinn Lionel Messi.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ljubomir Delic er yfirburðar þegar það kemur að þessum bransa, með misjöfnum árangri. Kominn á fast í dag samt sem er best fyrir alla aðila.

Uppáhalds staður á Íslandi: Átak/World Class skólastíg Akureyri.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þau eru tvö legendary moment sem poppa upp. Fyrra er þegar við vorum í 2.flokki KA og mættum Þór í æfingaleik. Það var alvöru rígur hjá 92,93 og 94 árgöngunum hjá KA og Þór þarna, alvöru leikir og hatrið var mikið.

Mættum þeim í æfingaleik fyrir íslandsmótið árið 2011. Valdimar Pálsson var á flautunni og Steingrímur Örn Eiðsson, aðstoðaþjálfari okkar var eitthvað ósáttur með Valda og lét hann
laglega heyra það nokkrum sinnum sem endaði með að Valdi stoppaði leikinn og öskraði til Steina: „Vilt þú bara ekki fá flautuna og gera þetta betur en ég?". Jújú svara Steini og tekur við flautunni, Valdi labbar útaf og Steini flautar leikinn í gang aftur.

Þá varð fjandinn laus hjá Þórsurunum og allt brjálaðist. Eftir smá tíma mætti Valdi aftur og hélt áfram að dæma leikinn.


Síðara atvikið gerðist á skaganum. ÍA-KA í 2.flokki og við vorum 0-2 yfir þegar Andri Adolphsson ákvað að taka leikinn yfir á no time og koma skaganum í 3-2. Við jöfnuð svo úr óbeinni aukaspyrnu í uppbótartíma og sturlumst úr fögnuði.

Áður en ég veit af var pabbi, sem þjálfaði okkur á þessum tíma, mættur lengst inn á miðjan völlinn til að fagna með okkur í hrúgunni. Ég stend þá upp og lít til hliðar, þá er hinn mikli meistari Hjörtur Þórisson aleinn hinu meginn á vellinum að fagna beint í andlitið á þessum 15-20 hræðum sem voru mættar upp í stúku í akraneshöllinni, iconic móment.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Glugga aðeins í símann.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Kemur fyrir að karfan og handkastið detti inn, en fótbolta glápið er yfirburða mest.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræðin var basl.

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það hafi ekki verið þegar ég og félagi minn hann Óli óheiðarlegi, sem handbolta menn þekkja vel til, fórum til útlanda hérna um árið. Keyptum smá fullorðinsdót fyrir vin okkar til að stríða honum og gefa honum í afmælisgjöf þegar við kæmum heim. Vorum bara með handfarangur og að sjálfsögðu þurfti tollur að opna töskuna og skoða hvað þetta væri sem þau sáu.

Ég vissi strax hvar hundurinn lág grafinn og langaði að sökkva niðrí gólfið á meðan Óli var steinhissa og var ekkert að kveikja á hvað þau væru að fara finna. Ég ákvað svo að standa þarna og taka bara þennan nokkurra sekúndna skell á mig, þar sem ég sæi þennan tollvörð líklegast aldrei aftur á ævinni.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Egil Sigfússon (Eggi), leikmann KB til að rifja upp góðar sögur úr boltanum, vin minn hann Gunnar Örvar úr KA til að láta Egil heyra það af og til og síðan væri gaman að sjá Ljubomir Delic gjörsamlega missa hausinn þarna.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Vann tippleik hjá VISA þegar ég var einungis 11 ára, sem fullt af fólki tók þátt í. Pabbi spilaði á þeim tíma með KA og ég spáði þeim einfaldlega alltaf áfram og þeir enduðu síðan á laugardalsvelli, það gaf mér marga ólíklega punkta í pokann. Vann ferð til Englands á leik hjá Man Utd. Sá leikur tapaðist 1-2 gegn Blackburn á Old Trafford...áfram gakk.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Markamaskínan Alexander Már Þorláksson, mjög yfirvegaður og þægilegur gaur. Topp maður.

Hverju laugstu síðast: Sagði að síminn hafi verið á silent þegar ég nennti ekki að svara.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun, 30 mín upphitun líður eins og 3 tímar.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna, 2-3 tíma session í sjúkraþjálfun, heim, smá lögn, netflix/fifa eitthvað fram á nótt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner