Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 09. apríl 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind yfirgefur PSG í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að Berglind Björg Þorvaldsdóttir snúi aftur á völlinn eftir barnsburð. Hún ræddi við Vísi í síðustu viku og staðfesti þar að hún myndi ekki framlengja samninginn sinn við PSG þar sem hún hefur verið undanfarin tvö ár. Hún spilaði mjög lítið á sínu fyrsta tímabili með félaginu.

Fyrir tæpu ári síðan greindi hún frá því að hún væri ólétt en tók skýrt fram að hún væri ekki hætt í fótbolta. Hún og Kristján Sigurðsson eignuðust svo sitt fyrsta barn í desember.

„Samningurinn minn í París rennur þá út og ég mun ekki framlengja við PSG," sagði Berglind við Vísi.

„Mér líður vel í líkamanum og get bókstaflega ekki beðið eftir að mæta aftur á völlinn."

Berglind er 32 ára framherji sem á að baki 72 landsleiki og í þeim hefur hún skorað 12 mörk. Hún hefur komið víða við á sínum ferli, lék með PSV í Hollandi, AC Milan og Hellas Verona á Ítalíu, Brann í Noregi, Le Havre og PSG í Frakklandi og Hammarby í Svíþjóð. Á Íslandi hefur hún leikið með Breiðabliki, ÍBV og Fylki.
Athugasemdir
banner
banner
banner