Leiknir og Tindastóll gerðu 1-1 jafntefli í 1. deildinni í dag. Tindastóll komst yfir í seinni hálfleik en heimamenn jöfnuðu skömmu síðar.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 1 Tindastóll
„Það var ævintýralegt að klára ekki eitthvað af þessum færum í lokin. Við verðum að vinna í þessu. Þetta var hörkuleikur, við vorum mjög öflugir í seinni hálfleik og hefðum á eðlilegum degi klárað þetta," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis.
Indriði Áki Þorláksson skoraði mark Leiknis en hann gekk í raðir félagsins á lánssamningi frá Val í gær.
„Indriði er ótrúlegur leikmaður að því leyti að hann er alltaf í færum en þarf ekki mörg færi til að skora. Hann er viljugur og flottur strákur."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir