Unglingalandsliðsmaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson var á skotskónum með unglingaliði Norwich um helgina.
Hann skoraði stór glæsilegt mark af löngu færi í 2-1 sigri U-18 ára liðs Norwich gegn U-18 ára liðinu hjá Everton.
Hann skoraði stór glæsilegt mark af löngu færi í 2-1 sigri U-18 ára liðs Norwich gegn U-18 ára liðinu hjá Everton.
Hann hefur, auk þess að spila með U-18 liði Norwich, spilað með varaliðinu ásamt því að mæta stundum á æfingar með aðalliðinu.
Ágúst Eðvald, sem er fæddur árið 2000, steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Breiðabliks síðastliðið sumar. Ágúst varð meðal annars yngsti markaskorari í sögu Breiðabliks þegar hann skoraði í leik gegn Kríu í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Ágúst skoraði einnig í bikarleik gegn ÍA, en samtals spilaði hann fjóra leiki í Pepsi-deildinni og þrjá leiki í Borgunarbikarnum.
Að auki varð Ágúst fjórði yngsti leikmaður sögunnar til að spila í Evrópudeildinni þegar hann spilaði með Blikum gegn Jelgava frá Lettlandi í fyrra.
Ágúst spilar framarlega á vellinum en hann hefur undanfarin tvö ár einnig leikið með U17 ára landsliði Íslands.
Hér í spilaranum að ofan má sjá markið hjá Ágústi.
Athugasemdir