Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 09. maí 2021 16:22
Aksentije Milisic
2. deild: Fimm mörk á síðasta korterinu í dramatískum sigri KV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV 3-2 Magni
1-0 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('77)
1-1 Jakob Hafsteinsson ('79)
1-2 Jeffrey Monkana ('82)
2-2 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('90)
3-2 Samúel Már Kristinsson ('90+5)

Síðasti leikurinn í fyrstu umferð 2. deildar karla fór fram í dag þegar KV fékk Magna í heimsókn í Vesturbæinn.

Staðan var lengi vel markalaus en á síðasta korterinu fóru hlutirnir að gerast.

Heimamenn tóku forystuna á 77. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Vilhjálmur Kaldal skoraði. Einungis tveimur mínútum síðar náðu gestirnir að norðan að jafna. Það gerði fyrirliði liðsins, Jakob Hafsteinsson.

Jeffrey Monakana náði síðan forystunni fyrir Magna á 82. mínútu og það leit allt út fyrir það að þetta yrði sigurmark leiksins.

KV gafst ekki upp og náði að jafna leikinn á 90. mínútu og þar var Vilhjálmur aftur að verki. Mikil dramatík á síðasta korterinu í þessum leik og það var ekki allt búið.

Þegar komið var fram í fimmtu mínútu uppbótartímans þá náði KV forystunni. Nikola Dejan Djuric, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir KV, fann þá Samúel Má Kristinsson sem skoraði. Ótrúlegar senur og fögnuðu leikmenn KV mikið þegar flautað var til leiksloka.

Magni mætir Njarðvík á heimavelli í næstu umferð á meðan KV heimsækir Kára.
Athugasemdir
banner
banner
banner