Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 09. maí 2021 18:09
Victor Pálsson
Danmörk: Bröndby lagði Midtjylland í toppslagnum
Hjörtur spilaði allan leikinn.
Hjörtur spilaði allan leikinn.
Mynd: Getty Images
Stórleik var að ljúka í Danmörku þar sem tvö Íslendingalið áttust við í toppslag. Bröndby spilaði gegn Midtjylland í 29. umferð deildarinnar.

Hjörtur Hermannsson var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Bröndby sem vann að lokum góðan 3-1 sigur á meisturunum.

Midtjylland komst yfir með marki Alexander Scholz en missti svo mann af velli á 40. mínútu stuttu eftir að Brondby hafði jafnað. Brassinn Paulinho fékk þá beint rautt spjald.

Mikael Neville Anderson kom inná sem varamaður hjá Midtjylland en spilaði aðeins korter í tapinu.

Midtjylland er enn í toppsætinu með 56 stig en Bröndby er sæti neðar með 55 stig og því baráttan afar hörð á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner