Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. maí 2021 17:36
Victor Pálsson
Guardiola neitaði að gagnrýna Aguero
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, neitaði að gagnrýna framherjann Sergio Aguero í gær eftir leik við Chelsea.

Aguero gat komið Man City í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en hann bauð upp á Panenka vítaspyrnu og vippaði knettinum beint á markið.

Edouard Mendy, markvörður Chelsea, beið eftir spyrnu Aguero og greip boltann. Chelsea vann leikinn svo að lokum, 1-2 á útivelli.

Aguero er á förum frá enska liðinu eftir tímabilið og fékk ekki gagnrýni frá stjóra sínum eftir leikinn.

„Þetta var hans ákvörðun. Sá sem tekur vítin þarf að taka ákvörðun," sagði Guardiola eftir leikinn.

„Ég sagði honum að taka ákvörðun með vítið og standa með henni. Hann ákvað að gera þetta svona."
Athugasemdir
banner
banner
banner