Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. júní 2021 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ellefu bætast við búbblu Spánverja
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það ríkir mikil óvissa innan herbúða spænska landsliðsins eftir að tveir leikmenn greindust með Covid rétt fyrir lokakeppni EM.

Sergio Busquets, fyrirliði, var fyrstur til að fá Covid en svo greindist Diego Llorente miðvörður Leeds United einnig með veiruna.

Fleiri leikmenn spænska liðsins gætu greinst á næstu dögum og hafa Spánverjar því bætt ellefu leikmönnum við 'varabúbbluna'. Í þessari varabúbblu voru sex leikmenn en nú hefur verið bætt ellefu leikmönnum við hana.

Þessir sautján leikmenn eru tilbúnir til að fylla í skarðið fyrir þá leikmenn sem gætu smitast á næstu dögum.

Leikmennirnir eru Álvaro Fernández, Óscar Mingueza, Marc Cucurella, Bryan Gil, Juan Miranda, Gonzalo Villar, Pozo, Brahim, Zubimendi, Yeremy Pino og Javi Puado og spiluðu þeir í 4-0 sigri U21 landsliðs Spánar gegn Litháen í æfingaleik í gærkvöldi.

A-landslið Spánar átti upprunalega að spila leikinn.

Hinir sex leikmennirnir í búbblunni eru Rodrigo Moreno, Pablo Fornals, Carlos Soler, Brais Mendez, Raul Albiol og Kepa Arrizabalaga.
Athugasemdir
banner
banner
banner