Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Karius og Sanchez á leið til Como?
Alexis Sanchez er orðaður við Como
Alexis Sanchez er orðaður við Como
Mynd: EPA
Cesc Fabregas, þjálfari og hluteigandi í Como á Ítalíu, ætlar að styrkja hópinn verulega í sumar en liðið mun spila í A-deildinni á næsta tímabili.

Como hafnaði í öðru sæti ítölsku B-deildarinnar og vann sér því sæti í Seríu A.

Félagið mun spila í deildinni í fyrsta sinn í rúm 20 ár og er ætlunin að fá inn reynslumikla leikmenn til að sjá til þess að liðið falli ekki beint niður.

Fabregas er sagður hafa verið í sambandi við Loris Karius, fyrrum markvörð Liverpool og Newcastle, og Alexis Sanchez, fyrrum liðsfélaga Fabregas hjá Barcelona.

Báðir verða samningslausir í lok mánaðar en Karius fékk ekki nýjan samning hjá Newcastle og sömu sögu er að segja af Sanchez sem er á mála hjá Inter.

Como er einnig að skoða Andrea Piamonti, Mauro Icardi. Joaquin Correa og Andrea Belotti.

Karius er talinn vera ágætis kostur en þýski markvörðurinn vill vera nær eiginkonu sinni og barni, sem búa í Mílanó.
Athugasemdir
banner
banner
banner