Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reynir enn að fá Bale til Wrexham
Mynd: Getty Images

Rob McElhenney annar eigenda Wrexham vonast enn til að Gareth Bale samþykki að spila með liðinu.


Bale 34 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir að hafa spilað með Los Angeles FC í MLS deildinni.

Hann hefur spilað mikið golf síðan hann lagði skóna á hilluna og fær tækifæri til að halda því áfram í Wrexham segir McElhenny. Wrexham tryggði sér sæti C-deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa hafnað í 2. sæti í D-deildinni.

„Gareth Bale er tæknilega séð enn laus. Ég reyndi að fá hann í fyrra og ég ætla bara segja honum að þetta stendur enn til boða. Við munum leyfa honum að spila golf hvenær sem hann vill svo framarlega sem hann mætir á æfingar. Við finnum út úr því hvernig hann kemst í liðið," sagði McElhenney.


Athugasemdir
banner