Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Hazard skoraði úr aukaspyrnu í endurkomu sinni á Stamford Bridge
Mynd: Getty Images
Eden Hazard og fleiri þekktir einstaklingar komu saman til að spila góðgerðarleik Soccer Aid á Stamford Bridge í dag en fyrrum fótboltamaðurinn skoraði í endurkomu sinni á gamla heimavöllinn.

Hazard fer í sögubækurnar sem einn af bestu leikmönnum í sögu Chelsea.

Hann lék sjö tímabil með liðinu og vann samtals sex titla áður en hann fór til Real Madrid. Dvöl hans á Spáni var alger martröð en hann lék aðeins 76 leiki á fjórum árum sínum þar áður en hann lagði skóna á hilluna.

Fyrrum fótboltamaðurinn fagnaði endurkomu sinni á Stamford Bridge með aukaspyrnumarki. Skotið var ekkert stórkostlegt en boltinn hafnaði í netinu við mikinn fögnuð áhorfenda.

Soccer Aid liðið vann 6-3 sigur á heimsliðinu. Joe Cole, Alessandro Del Piero, Jermain Defoe og Theo Walcott voru meðal markaskorara í leiknum, en öll mörkin má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner