Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 09. júlí 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: KFÍA 
Markvörður ÍA óvænt hætt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnufélag ÍA og Tori Ornela, markvörður meistaraflokks kvenna, hafa komist að samkomulagi um starfslok Tori hjá félaginu.

Hún hefur verið einn af lykilleikmönnum ÍA í sumar og spilaði einnig með liðinu í fyrra. Það er mikill missir af henni fyrir ÍA í komandi leikjum í Inkasso-deildinni.

Ornela hefur spilaði fimm leiki á þessari leiktíð og alla 18 deildarleiki ÍA á þeirri síðustu. Árið þar áður lék hún með Haukum í Pepsi deildinni.

Ornela hafði þetta að segja þegar hún kvaddi ÍA:

„Ég vil biðjast afsökunar á þessari skyndilegu ákvörðun minni að yfirgefa félagið á miðju tímabili. Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka en þetta eru ekki endalok ferils míns."

„Ég vil þakka félaginu fyrir allt sem það hefur gert fyrir mig þann tíma sem ég hef verið hér. Ég vil einnig þakka Helenu og Anítu sem og liðsfélögum mínum fyrir að láta mér líða eins og hluti af fjölskyldu."

„Mér mun þykja vænt um alla góðu og slæmu tímana sem við áttum saman. Þið munuð alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég vona að ykkur gangi vel það sem eftir lifir móts."

„Að lokum við ég þakka stuðningsmönnum sem hafa stutt okkur alla þessa leiki. Það var ánægjulegt að eiga þennan tíma á Akranesi með ykkur. Stuðningur ykkar hefur mikla þýðingu. Áfram ÍA að eilífu."
Athugasemdir
banner
banner
banner