fim 09. júlí 2020 13:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar Atli viðbeinsbrotnaði í gær - Frá í sex til átta vikur
Lengjudeildin
Elmar er fæddur árið 1997 og er fyrirliði Vestra.
Elmar er fæddur árið 1997 og er fyrirliði Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Á 25. mínútu leiks Þórs og Vestra í gær lá Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, eftir á vellinum og 20 mínútum síðar lá hann enn. Í fyrstu var talið að um axlarmeiðsli væri að ræða en Elmar staðfesti í samtali við Fótbolta.net að hann væri með brotið viðbein.

„Ég hef verið betri, viðurkenni það. Er svolítið verkjaður núna og verð það líklegast næstu daga. Er að taka verkjalyf til að halda verkjunum niðri," sagði Elmar í dag.

„Næstu dagar og vikur verða brekka en svo sem ekkert sem ég hef miklar áhyggjur af. Ég er með gott fólk í kringum mig sem fer í gegnum þetta með mér. Það er ekkert annað í boði en að koma sterkari til baka eftir 6-8 vikur."

Óhapp sem allir geta lent í

Á 25. leikmínútu lenda Elmar og Jónas Bjögvin Sigurbergsson í návígi með þeim afleiðingum að Elmar liggur eftir. Hvernig upplifir Elmar atvikið?

„Ég man að ég fékk eitthvað létt högg sem tók mig úr jafnvægi og ég dett við það. Ég held svo að hann hafi dottið ofan á mig á þá hafi þetta gerst. Þetta var bara óhapp sem allir geta lent í í fótboltaleik."

„Ég fékk skilaboð frá Jónasi í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar sem ég kunni vel að meta."


Elmar var að lokum spurður út í mínúturnar liggjandi á vellinum. Var hann strax meðvitaður um að beðið var eftir fagfólki?

„Já, Helgi sjúkraþjálfari sagði mér strax hvað hefði komið fyrir og hvað væri að fara gerast."

Vestri sigraði í leiknum, 0-1. Nánar má lesa um leikinn hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner