Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 09. júlí 2021 17:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amazon mun fylgja Arsenal eftir á næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Amazon ætlar að halda áfram að framleiða All or Nothing heimildarþætti sína sem snúa að fótboltaliðum.

Það hafa verið gerðir þættir um bæði lið Manchester City og Tottenham þar sem skyggnst er á bak við tjöldin hjá fótboltaliðum.

Það er komið lið fyrir næstu leiktíð í þessa þætti. Amazon hefur náð samkomulagi við Arsenal um að fá að taka upp lífið hjá félaginu á næstu leiktíð.

Myndavélar frá Amazon munu fylgja leikmönnum og starfsmönnum Arsenal eftir á næstu leiktíð.

Það er ljóst að það verður áhugavert sjónvarpsefni. Arsenal átti mjög slakt tímabil á síðustu leiktíð og verður liðið meðal annars ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá Arsenal en líklegt er að hann sé á förum til Tyrklands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner