
Kvennalið Barcelona ætlar sér stóra hluti og var að styrkja sig með einum af bestu varnarmannönnum knattspyrnuheimsins.
Miðvörðurinn Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, er gengin í raðir Börsunga eftir fimm ára dvöl hjá Paris Saint-Germain.
Paredes er þrítug og vann hún frönsku deildina með PSG á nýliðnu tímabili. Hún lék áður fyrir Real Sociedad og Athletic Bilbao en reynir nú fyrir sér hjá Barcelona sem er langbesta lið Spánar.
Barca fékk 99 stig úr 34 leikjum á nýliðnu tímabili, með 33 sigra, eitt tap og markatöluna 167-15. Barca er besta kvennalið Evrópu og vann úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Chelsea 4-0 í maí.
Athugasemdir